Flotinn okkar
ProTrip býr yfir tveimur hópbifreiðum og tveimur fólksbifreiðum. Hópbifreiðarnar taka 57 & 19 farþega í sæti, en fólksbifreiðarnar 4 & 7 farþega í sæti. Ein hópbifreiðin er af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og hin Scania Touring Hd. Þá eru fólksbifreiðarnar nýjar og af gerðunum Tesla Model Y og Mercedes Benz Vito.
Þá er vert að taka fram að ProTrip getur gert tilboð í enn stærri hópa en nefndar bifreiðar rúma, enda í góðu samstarfi við önnur fyrirtæki.

Mercedes Benz Sprinter
19 farþegar, einn hópstjóri/leiðsögumaður og bílstjóri.

Scania Touring Hd
57 farþegar, einn hópstjóri/leiðsögumaður og bílstjóri


Um okkur
Á ferð og flugi með bros á vör
ProTrip leggur sitt að mörkum við að vera í fyrirrúmi og leiðandi á sínum vettvangi. Fyrir okkur snýst ferðalagið um mun meira en bara að komast á milli staða. Fyrir okkur skiptir máli að öllum líði vel í ferðalaginu og að við komum heil heim með ánægjulegar minningar um góða ferð. Við viljum vera fagmenn í okkar fagi, veita farþegum okkar og viðskiptavinum öryggistilfinningu og ánægju.
Ívar, Guðrún og Guðmundur eru eigendur fyrirtækisins og samanlagt hafa þau hátt í fjörutíu ára reynslu sem lögreglumenn. Reynslan kemur sér vel að notum, enda öllum annt um umferðaröryggi og velferð farþeganna.
ÖRYGGI - FAGMENNSKA - ÁNÆGJA