top of page

Vorum að kaupa rútu!

Eftir heldur ævintýralega ferð höfum við loks keypt rútu! Ferðalagið hófst á því að fljúga til London og dvelja þar í hálfan dag, þaðan flugum við svo til Kraków. Morgunin eftir að við komum til Póllands fórum við að skoða rútuna sem við ætluðum að kaupa, en reyndist rútan þá önnur en samið hafði verið um.... Ákváðum við að láta þetta ekki á okkur fá og héldum við því leið okkar áfram með flugi til Amsterdam og þaðan til Nuremberg í Þýskalandi. Frá Nuremberg tókum við svo lest og leigubíl til Untersteinach þar sem við mættum lúin og þreytuleg á bílasöluna. Fengum við þar góðar móttökur sem enduðu svo að við festum kaup á okkar fyrstu rútu! Scania Touring HD var fyrir valinu, 57 farþega eðalvagn á þremur öxlum, 13,7 metra löng.


Nú er það bara biðin endalausa (tveir dagar) eftir afhendingu, svo við getum lagt af stað akandi til Rotterdam þar sem rútan fer í skip :D



30 views1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


Fallegur bíll

Like
bottom of page